Framkvæmdastjórn Peking um þróun ferðamála: Ljósmyndasýning um ferðalög í Reykjavík, Íslandi

Reykjavík, Íslandi, 2017-Sep-06 — /Travel PR News/ — „Heillandi Peking“, ljósmyndasýning um ferðalög var haldin í Reykjavík þann 11. ágúst í boði framkvæmdastjórnar Peking um þróun ferðamála (Beijing Municipal Commission of Tourism Development). Zhang Weidong, kínverski sendiherrann á Íslandi, Song Yu, formaður framkvæmdastjórnar Peking um þróun ferðamála, og Inga Hlín Pálsdottir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu mættu á setningarathöfnina og fluttu ræður.

Tæplega hundrað glæsilegar ljósmyndir prýða sýninguna „Heillandi Peking“, sem framkvæmdastjórn Peking um þróun ferðamála hefur safnað um árabil frá bæði innlendum og erlendum ljósmyndurum. Af þeirri ástæðu hafa þær mikið fagurfræðilegt gildi. Þemu þessarar ljósmyndasýningar eru hin forna höfuðborg, tískuborg, menning og lífsstíll og stórborg nútímans, og hún hefur fengið mikla athygli frá innlendum fréttamiðlum og almenningi.

Þessi kynningarviðburður hefur styrkt tvíhliða samskipti og samvinnu við þróun ferðamála, bætt skilning Íslendinga á ferðamálatækifærum í Peking og tekið virkan þátt í að stækka íslenskan ferðaþjónustumarkað fyrir Peking.

Frá árinu 2017 hafa löndin viðhaldið diplómatískum tengslum í meira en 46 ár. Að auki er Ísland mikilvægt land fyrir norðurátt hinnar nýju silkileiðar (The Belt and Road) og Kína er helsti viðskiptaaðili Íslands í Asíu og sjöunda stærsta viðskiptalandið á heimsvísu. Bæði Peking og Reykjavík hafa yfir miklum auðlindum að búa á sviði ferðaþjónustu, svo sem fallega náttúru og djúpar menningarrætur. Fyrir utan fallegt útsýni Reykjavíkur, sem er norðlægasta höfuðborg heims, er þar einnig að finna Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Listasafn Einars Jónssonar og aðra sögulega og menningarlega mikilvæga staði. Beijing hefur verið höfuðborg Kína í 4 valdakynslóðir og varðveitir 7 heimsmenningararfssvæði, auk þess sem þar er að finna yfir 170 söfn með fjölmörgu áhugaverðu efni fyrir ferðamenn. Árið 2015 komu fleiri en 48.000 kínverskir ferðamenn til Íslands með næstum því 100% aukningu á milli ára. Við viljum nýta okkur tækifærið við þennan kynningarviðburð til að fræða fleiri Íslendinga um Kína og Peking.

Bakgrunnsupplýsingar
Um Framkvæmdastjórn Peking um þróun ferðamála
Framkvæmdastjórn Peking um þróun ferðamála er mikilvæg deild innan stjórnar Peking. Helstu ábyrgðarstörf hennar eru að gera áætlanir og stuðla að vexti ferðamannaiðnaðarins í Peking og að búa til og framkvæma stefnur sem hlúa að og hraða vexti ferðamannaiðnaðarins í Peking.

Source: EuropaWire

Author

Travel PR News Editors

Travel PR News Editors

MSC Lirica and MSC Divina Outline New Seven-Night Eastern Mediterranean Routes for 2026

(NEWS) GENEVA, Switzerland, 2025-Dec-17 — /Travel PR News/ — MSC Cruises is expanding its Eastern Mediterranean…

11 hours

City Express by Marriott’s North American Expansion Signals Strong Appetite for Midscale Hotels

(NEWS) BETHESDA, MD, 2025-Dec-17 — /Travel PR News/ — Marriott International’s midscale ambitions are gaining visible…

11 hours

A Changing Travel Landscape IHG Greater China Reflects on 2025 With a Multi-City Gala

(NEWS) SHANGHAI, China, 2025-Dec-17 — /Travel PR News/ — IHG Hotels & Resorts Greater China has…

12 hours

Design-Led Stays Take Center Stage as Canopy by Hilton Enters the Turkish Market

(NEWS) ISTANBUL, Türkiye, 2025-Dec-17 — /Travel PR News/ — Hilton is expanding its lifestyle footprint in…

12 hours

Suceava Returns to Wizz Air’s Network with New Aircraft and Expanded European Connections

(NEWS) BUDAPEST, 2025-Dec-15 — /Travel PR News/ — Wizz Air has officially reopened its base at…

3 days